Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

18 september 2006

Kveðjustund

Stefán Friðrik Stefánsson

Það er óhætt að segja að nokkur tímamót verði í vefmálum mínum frá og með deginum í dag. Komið er að leiðarlokum á þessum vef, stebbifr.blogspot.com, en nú hætti ég formlega að uppfæra hann og mun þess í stað blogga á nýjum vef, stebbifr.blog.is. Þetta eru já nokkur tímamót fyrir mig, enda hef ég skrifað hér í nákvæmlega fjögur ár. En allt á sinn tíma og nú er kominn tími til að breyta til og yfirgefa þennan vettvang.

Nýr vefur á enn eftir að taka nokkrum útlitsbreytingum, en í þeim verður nú unnið í næstu dagana og klárað svo fljótt sem mögulegt má vera. Góðir menn á tæknideild Morgunblaðsins hafa unnið í því í dag og í gær að flytja yfir á nýja vefinn allar bloggfærslur mínar frá því í október 2002 er ég byrjaði að blogga, svo að ég held áfram þar eins og ekkert hafi í skorist. Þannig að ég byrja ekki frá grunni á bloggvef Moggans. Ég ætla að vera duglegur að blogga á þessum kosningavetri.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lesið þennan vef í gegnum þau fjögur ár sem hann hefur verið til og vonast eftir að þið lítið á nýja vefinn minn.

með kveðju frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson